top of page
Szukaj

Dream of swimming first time in 12 years! - AHC story of Sunna.Áður er við byrjum á hópfjármögnun þá ætlum við að safna óskunum saman næstu vikurnar og svo byrjum við að uppfylla fyrstu draumana þann 11. janúar 2021


Hæ, ég heiti Pétur og éger stofnandi Virtual Dream Foundation.

Í meira er 6 ár hef ég notað sýndarveruleika út um allan heim til þess að færa upplifanir til þeirra sem þurfa á honum að halda. Ég hef til dæmis unnið með börnum sem eru lokuð inni á sjúkrahúsum í meðferðum, í hvíldarinnlögnum.


Ég hef líka unnið með eldra fólki á dvalarheimilum og fólki sem er að jafna sig eftirslys. (meira um mína vinnu hér fyrir neðan)


Árið 2021 verður tileinkað Íslandi! Við höfum komið okkur upp frábæru teymi hérna á Íslandi og í samstarfi við Góðvild ætlum við að uppfylla drauma amk 10 langveikra eða fatlaðra barna á næstu mánuðum.


Við erum þegar byrjuð að vinna og fyrsti draumurinn var fyrir Sunnu Valdísi – eins og þú sérð í myndbandinu hérna að ofan.


Næsta skref er að ná til fleiri barna og fá láta þeirra drauma rætast.

Svo er að kaupa fyrir þau sýndarveruleikagleraugu svo þau geti alltaf upplifað drauminn sinn en líka notað gleraugun til að upplifa þúsundir af draumum sem nú þegar eru til á td Youtube.

Okkur langar auðvitað að láta drauma allra langveikra og fatlaðra barna verða að veruleika með ykkar hjálp.


Góðvild er bakhjarl verkefnisins!


En með þínum stuðningi getum við unnið hraðar og betur en líka bætt við fjölda drauma til þess að uppfylla.

Þó svo að við byrjum á 10 draumum þá langar okkur með ykkar hjálp að láta drauma miklu fleiri langveikra og fatlaðra barna rætast.


Gefðu þér tíma til að kíkja á myndböndin sem við hjá Virtual Dream Foundation höfum gert til þessa.


Innilegar þakkir fyrir að sýna verkefninu áhuga og fyrir að gefa þér tíma til þess að lesa um verkefnið og þakka þér fyrir að vera þú!
Comments


bottom of page